Tónlistarrýnirinn
þriðjudagur, október 12, 2004
Low
Skoska hljómsveitin Low er meira en tíu ára gamalt band. Hljómsveitarmeðlimir eru mormónar og má vel heyra það á textagerð þeirra, þrátt fyrir að þeir eða réttara sagt þau þvertaki fyrir að þau séu Kristið band. Margir ættu ef til vill að kannast við hljómsveitina en hún hélt tónleika hér á Íslandi 1999.
Tónlist Low er samansett af lágstemmdum og angurværum melódíum. Tónhæð laganna er aldrei of há, í flestum tilvikum lág, og allur hjóðfæraleikur er blíður og hægur. Þrátt fyrir að stundum megi heyra hljóð rafmagnsgítars bregða fyrir eða trommum er það allt gert á mjög smekklegan og hljóðlátan hátt. Hljómsveitin spilar aðeins tónlist eins og nafnið bendir til að hún spili.
Þessi hógværð, ef svo má kalla, gerir það að verkum að tónlistin líður bara áfram án þess að maður taki eftir því. Einnig vantar smá tilfinningaþrungann í tónlistina, þar sem þetta á að vera lágstemmd tónlist og tilfinningarík.
Lögin eru líka öll of löng. Þar sem hún er á köflum róleg og einhæf þar sem sum stefin eru endurtekin aðeins of oft, er erfitt að halda einbeitingunni við að hlusta.
Það má nú samt túlka list hljómsveitarinnar þannig að tilgangur tónlistarinnar þurfi þannig séð ekkert að vera fyrir fólk til að hlusta á af athygli. Tónlistin er e.t.v. frekar fyrir einhvers konar hugarástand og til íhugunar, frekar en til skemmtihlustunar. Það er líka hægt að orða þetta þannig, þú setur tónlist Low ekki í bílinn til að halda þér vakandi.
Rýnir mælir með plötunni Things We Lost in the Fire, til hlustunar á rólegu sunnudagskvöldi.