<$BlogRSDURL$>
Tónlistarrýnirinn
þriðjudagur, apríl 06, 2004
 
Franz Ferdinand

texti yfir mynd

Seinni hluta ársins 2001 fékk Alexander Kapranos gefins bassi sem hann kunni ekkert á. Vinur hans Bob spurði hvort hann vildi ekki læra á bassann en Alex svaraði því til þannig að hann væri listamaður ekki tónlistarmaður. Bob sagði það vera alveg sama hlutinn.
Þannig hljóðar byrjun sögunnar um hina skosku Franz Ferdinand, hljómsveitarinnar sem heitir eftir Franz Ferdinand hertoga sem var myrtur árið 1914, en það morð kom fyrri heimstyrjöldinni af stað.
Einhvernveginn varð hljómsveitin til í kringum þennan bassa. Nokkrir hljómsveitarmeðlimir kunnu sama sem ekkert á hljóðfærin sem þeir spila vinsæla tónlist á í dag en fyrsta breiðskífa þeirra kom út í síðastliðnum febrúar.

Með tónlistinni er markmið sveitarinnar að fá stelpur til að standa upp og fara að dansa. Tónlistin er nokkuð sveipuð pönki, samt segjast hljómsveitarmeðlimir ekki vera mikið að taka sér breskar pönksveitir til fyrirmyndar og vilja helst ekki skilgreina sig sem pönksveit. Þeir segjast líta upp til hljómsveita á borð við Talking Heads og Sparks. Talking Heads er ein af fyrirmyndum Radiohead en vegurinn á milli Franz Ferdinand og Radiohead er mjög langur.
Yfir tónlist hljómsveitarinnar svífur mikill keimur breskrar tónlistar. Bæði hvað varðar söng, sem minnir stundum á Madness, og allan heildarsvip og ef Bítlaáhrif lát ekki á sér kræla á stöku stað.

Flest lögin lofa mjög góðu í byrjun, en þegar söngurinn tekur við verða vonbrigðin nokkur. Það má reyndar hugsa sér að seta sig í stellingar áður en hlustað er á tónlistina og þá venst söngurinn mjög fljótt. Lögin eru mörg í styttra lagi og væru sum virkilega góðir slagarar. Takturinn ræður öllu um framvindu lagsins. Stundum kemur góði takturinn og flottu stefin þó ekki fyrr en liðið hefur á lagið en mættu koma miklu fyrr. Þessari hljómsveit þarf að sýna svolitla þolinmæði.

texti yfir mynd

Gaffa, mars 2004.
www.franzferdinand.co.uk
fimmtudagur, apríl 01, 2004
 
Jet

texti yfir mynd

Ástralska hljómsveitin Jet hefur nýlega skotið upp kollinum sem framsækin en jafnframt aftursækin rokkhljómsveit, hlotið góða dóma fyrir og náð miklum vinsældum. Af því tilefni ætlar rýnirinn að fjalla stuttlega um tónlist þessarar ágætu hljómsveitar.
Strákarnir í Jet eru mjög hispurslausir, bæði í útliti og tónsmíðum. Þeir eru rokkarar af lífi og sál, með sítt hár, í slitnum gallabuxum og apa flest sem þeir gera eftir hinum og þessum hljómsveitum. Útlit þeirra minnir á Rolling Stones, hugmyndin að plötuumslaginu á “Get Born” er tekin beint frá Bítlunum og söngur og tónlist er undir áhrifum frá Oasis, ACDC, Rolling Stones, The Kinks og The Who.

Hljómsveitina skipa tveir bræður og vinir þeirra. Þeir eru allir uppalnir í Melbourne og eru rétt skriðnir yfir tvítugt. Þeim fannst vanta eitthvað í þá tónlist sem var vinsæl þegar þeir voru unglingar og vildu bæta við meira rokki. Þess vegna leita þeir aftur í eldra rokk.

“Are you gonna be my girl” , hefur náð miklum vinsældum og er mjög grípandi lag. Það er í gömlum stíl eins og öll þeirra tónlist, en strákunum hefur tekist vel til með þetta lag og hafa fengið góðar hugmyndir til að setja það saman með. Textinn í laginu er hispurslaus og alveg laus við alla frasa. Það er mjög blátt áfram að spyrja “ætlarðu að verða stelpan mín?” heldur en að spyrja “viltu verða ástin mín?”, eins og væri spurt í yfirborðsfullum texta nútímapopps.

Aftur á móti eru ekki öll lögin jafn grípandi og “Are you gonna be my girl” sum þeirra drukkna bara í einhverju gítarglamri og trommuslætti, sem sagt hreinu rokki og fellur ekki mjög vel í viðkvæm eyru. Einnig læðast inn á milli róleg rokk lög. Þótt ótrúlegt sé en satt. Hugmyndir þeirra eru engu að síður mjög góðar og virka mjög vel.

Á heimasíðu hljómsveitarinnar er talað mikið um að strákarnir líti mikið upp til Oasis. Rýnir getur ekki alveg sett sama sem merki þar á milli því lög Jet eru yfirleitt ólík innbyrðis og með mismunandi hryn og hljóð tilbrigðum, ólíkt Oasis sem festust í sömu lagabyggingunni. Það eina sem rýnir sér líkt með hljómsveitunum er hrái tónninn og söngurinn. Þá er bara að vona að þeir lendi ekki í sömu tónlistarlegu og persónulegu vandræðum og bræðurnir í Oasis.

Heimasíðu hlómsveitarinnar er að finna á www.jettheband.com.


Powered by Blogger