<$BlogRSDURL$>
Tónlistarrýnirinn
mánudagur, júlí 05, 2004
 
Metallica

Egilshöll 4. júlí

Eins og við var að búast voru tónleikarnir í gærkvöldi massívír og háværir. Metallica lofaði hávaða og það var hávaði.

Tóneikagestir höfðu verið í höllinni frá því klukkan fimm og rokkguðirnir létu bíða eftir sér til klukkan tíu, eftir að Mínus og Brain Police höfðu hitað upp. Rýnir sá þær hljómsveitir því miður ekki vegna tuðrusparks í sjónvarpinu. Fólkið var því að vonum þreytt og ábyggilega þreyttara en hefði átt að vera. Hljómsveitarmenn keyrðu prógrammið hratt og örugglega í gegn. Tóku nýrri lögin fyrir uppklapp og þau eldri og þekktari eftir uppklapp.
Rýni fannst eins og hljóðið væri að stríða Metallicamönnum og þá sérstaklega í seinna gítarsólói gítarleikarans. Það var satt best að segja tilkomumikið að sjá gítarleikarann á til hliðar við sviðið, með alla kastara á sér, með sitt síða svarta hár, spilandi þessa ótrúlegu skala með dúndrandi krafti og öll augun þrjátíuogsexþúsund föst á gítarhálsinum.
Út á tónleikana sjálfa er ekkert að setja eða prógrammið sem slíkt nema hvað að þeir voru góðir.
Fyrir öllu hafði verið hugsað. Nema litlum hlutum sem skiptu gríðarlega miklu máli. Tónleikahaldarar gleymdu að auglýsa að bannað væri að fara með töskur og oddhvassa skartgripi inn á tónleikana. Þetta varð þvílíkt klúður og má segja eiginlega týpískt íslenskt klúður. Eftir tónleikana var fólk næstum fallið í yfirlið bara af því að bíða eftir töskunni sinni, sem öllum hafði verið hent inn í gáminn með númeri en ekki raðað eftir númerum. Lögreglan gerði ekkert í málinu og gæslan stóð öll saman í hnapp að borða pizzu meðan fólk mátti þakka sínu sæla að verða ekki undir og nokkrir gæslumenn með samvisku reyndu að koma reglu á röðina, sem var ógerlegt.
Tónleikahaldara gleymdu líka að sjá fyrir nægu súrefni í salnum. Þetta er alveg dæmigert fyrir Ísland. En Íslendingar verða sjóaðri með hverjum deginum í tónleika- og rokkhátíðahaldi. Þetta verður vonandi gott eftir nokkur ár.


Powered by Blogger